Ættu að geta klárað á skömmum tíma

Samningaviðræður HS-orku og Norðuráls ganga vel að sögn framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar …
Samningaviðræður HS-orku og Norðuráls ganga vel að sögn framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Norðuráli. mbl.is/Árni Sæberg

„Samningaviðræður við HS hafa gengið vel og við erum nærri því að ljúka þeim.  Auðvitað er þeim ekki lokið fyrr en samningar eru undirritaðir en við ættum að geta klárað frágang á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli um samninga Norðuráls og HS orku um útvegun orku til fyrirhugaðs álvers í Helguvík.

„Norðurál stendur mjög vel fjárhagslega og við erum í viðræðum við evrópska banka, aðila á Íslandi og að skoða ýmsar leiðir sem opnar eru við fjármögnun verkefnisins. Við stefnum því að því að geta komið framkvæmdum á fullt næsta vor,“ sagði Ágúst.

Sjá líka:

Samningar eru ekki enn í höfn

Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli
Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert