Ekki ljóst hvort höfðað verður mál

Húsavík
Húsavík mbl.is/Rax

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann muni fara með niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála fyrir dóm.

Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem fjallað var um niðurstöðu nefndarinnar um að Ögmundur hefði farið á svig við jafnréttislög þegar hann gekk framhjá Höllu Bergþóru Björnsdóttur, settum sýslumanni á Akranesi, við skipan embættis sýslumannsins á Húsavík á síðasta ári, en Halla Bergþóra var ein þriggja umsækjenda um embættið.

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, segir að Ögmundi beri að leita sátta vegna brota sinna á jafnréttislögum, fara með málið fyrir dóm, eða segja af sér ella. Sama eigi við ef dómsmál myndi tapast.

Ögmundur ítrekaði í Kastljósi að hann teldi ekki þörf á að biðjast afsökunar né heldur þyrfti hann að segja af sér vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert