Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið við Bláfjöll í gær og í dag. Flestir eru jarðskjálftarnir þó litlir, frá 0,5 stigum og upp í 1,8 stig.
Þannig mældist skjálfti upp á 1,7 fimm km NA af Bláfjallaskála kl. 11.19 í morgun, annar upp á 1,5 á sömu slóðum tíu mínútum síðar og annar sömu stærðar 11.40.
Skjálftarnir eru allir á svipuðu dýpi, 6 til 3,9 km dýpi.
Sem kunnugt er mældist skjálfti upp á 4,6 stig á svæðinu 30. ágúst.