Fær viðbótarvernd á Íslandi

Jamil Kouwatli t.h. segir að stjórnarandstæðingar í Daraya hafi ekki …
Jamil Kouwatli t.h. segir að stjórnarandstæðingar í Daraya hafi ekki viljað átök. Þegar lögregla skipti sér af fyrstu mótmælunum hafi íbúarnir gefið þeim blóm. mbl.is/Árni Sæberg

Sýrlendingurinn Jamil Kouwatli sem kom hingað til lands í júlí hefur fengið svonefnda viðbótarvernd hjá íslenskum stjórnvöldum sem veitir honum nánast sama rétt og væri hann skilgreindur sem flóttamaður.

Hið sama á við um syni hans þrjá og eiginkonu sem nú dvelja í Jórdaníu. Fjölskyldan verður sameinuð á Íslandi innan skamms. Þetta er í fyrsta skipti sem ákvæði um viðbótarvernd er beitt hér á landi en það var lögfest árið 2010.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Kouwatli-fjölskyldan er ekki einu Sýrlendingarnir sem íslensk stjórnvöld hlutast til um að komist hingað til lands því í sumar gaf utanríkisráðuneytið út neyðarvegabréf til að hægt væri að flytja hingað fjölskyldu Sýrlendings sem hér er búsettur en öll hafa þau íslenskan ríkisborgararétt.

Fjölskylduvernd líkt og sú sem nú hefur verið veitt Jamal nær til nánustu fjölskyldu, þ.e. maka og barna og foreldra, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Innan stjórnkerfisins er nú rætt um hvort rétt sé að útvíkka þessa fjölskylduvernd þannig að hún nái til fleiri ættingja Sýrlendinga á flótta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert