„Í síðasta mánuði mistókst að ná samkomulagi um bráðnauðsynlegan sáttmála um alþjóðlega vopnasölu sem hefði getið dregið úr mannlegum þjáningum. Á sama tíma ríkir kyrrstaða í viðleitni til kjarnorkuafvopnunar þrátt fyrir sterkan og vaxandi stuðning meðal almennings um allan heim,“ segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sþ, í grein í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir að strand þessara viðræðna og afmæli kjarnorkuárásanna á Hirhoshima og Nagasaki séu ástæða til að staldra við og líta á hvað hefur farið úrskeiðis, af hverju afvopnun og takmörkun vopnakapphlaups hefur reynst svo torsótt og hvernig alþjóðasamfélagið getur ratað inn á rétta braut til að ná þessum mikilvægu markmiðum.
„Við ættum að draga verulega úr fjárútlátum til kjarnorkuvopna og fjárfesta þess í stað í félagslegri- og efnahagslegri þróun", segir Ban Ki-moon. „Slíkt þjónar hagsmunum allra því þetta stækkar markaði, minnkar líkur á vopnuðum átökum og eykur tækifæri borgaranna til að hafa áhrif á eigin framtíð“.