Segir Íslendinga verða að vera fastir fyrir

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvegaráðherra, á fréttavefnum Fishupdate.com í dag að Íslendingar verði að standa fastir á hagsmunum sínum í makríldeilunni og leyfa ekki öðrum að hafa afskipti af þeim.

Eins og mbl.is hefur fjallað um er Steingrímur nú staddur á fundi í London ásamt sjávarútvegsráðherrum Noregs og Færeyja auk sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins þar sem freista á þess að ná lendingu í deilunni.

Rifjað er upp í fréttinni að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í Noregi og Evrópusambandinu hafi hvatt norska sjávarútvegsráðherrann, Lisbeth Berg-Hansen, og sjávarútvegsstjóra sambandsins, Mariu Damanaki, til þess að sýna Íslendingum og Færeyingum hörku á fundinum í London og hóta bæði refsiaðgerðum og að hætta viðræðum við Íslendinga um inngöngu í Evrópusambandið.

Ennfremur er haft eftir Steingrími að mikið sé í húfi vegna málsins, ekki síst umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið. Makríldeilan sé flókin viðfangs en Íslendingar yrðu að vera fastir fyrir þegar hagsmunir þeirra væru annars vegar.

Frétt Fishupdate.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert