Veittist að prófdómara í ökuprófi

Svanberg Sigurgeirsson ökukennari og sviðsstjóri ökuprófasviðs Frumherja segir pirring í …
Svanberg Sigurgeirsson ökukennari og sviðsstjóri ökuprófasviðs Frumherja segir pirring í umferðinni út í þá sem fara eftir umferðarreglum sívaxandi vandamál. Morgunblaðið/Ómar

Í síðustu viku var próf­dóm­ari í öku­prófi elt­ur af karl­manni sem var ósátt­ur við akst­urslag hans og þótti sem stöðvun próf­bif­reiðar­inn­ar við stöðvun­ar­skyldu hefði tafið för sína all­veru­lega. Maður­inn veitt­ist að próf­dóm­ar­an­um með orðum og sneri að því búnu upp á hönd hans.

„Á und­an­förn­um miss­er­um höf­um við orðið meira og meira vör við að mik­inn pirr­ing gagn­vart þeim sem aka á lög­leg­um hraða og fara eft­ir um­ferðarregl­um,“ seg­ir Svan­berg Sig­ur­geirs­son, öku­kenn­ari og sviðsstjóri öku­pró­fa­sviðs Frum­herja.

„Það hef­ur verið að síga á ógæfu­hliðina að þessu leyti jafnt og þétt. Það er til dæm­is al­gengt að flautað sé þegar öku­nem­ar stoppa við stöðvun­ar­skyldu eða keyra á lög­leg­um hraða. Allt er reynt til að kom­ast fram úr á all­an mögu­leg­an og ómögu­leg­an hátt og stund­um ligg­ur við stór­hættu vegna þess,“ seg­ir Svan­berg.

„En svo keyrði um þver­bak í síðustu viku þegar ökumaður bíls elti próf­bíl um tals­verðan veg fyr­ir það að hann nam staðar á stöðvun­ar­skyldu, sem hinum fannst vera óþarfa töf. Þegar próf­bíll­inn var kom­inn á bíla­plan Frum­herja vatt ökumaður­inn sér út úr bíln­um og veitt­ist að próf­dóm­ar­an­um og spurði hvern and­skot­ann hann væri að þvæl­ast fyr­ir í um­ferðinni. Dóm­ar­inn út­skýrði fyr­ir hon­um að hann hefði verið að fara eft­ir um­ferðarregl­um og rétti fram hönd­ina til að skýra mál sitt. Þá tók maður­inn í hönd­ina á hon­um, sneri upp á hana, hljóp síðan inn í bíl og rauk á brott.“

Að sögn Svan­bergs voru bæði próf­dóm­ar­inn og öku­nem­inn svo hissa á þessu at­hæfi að þeir stóðu sem steini lostn­ir og varð svo mikið um að þeim láðist að taka niður bíl­núm­erið. Því hef­ur at­vikið ekki verið kært til lög­reglu. Hann seg­ir að próf­dóm­ar­inn hafi ekki slasast al­var­lega, en verið veru­lega brugðið.

Æpa blóts­yrði og fara þétt upp að bíl­um

Svan­berg seg­ir að með slíkri óþol­in­mæði í um­ferðinni sé síður en svo verið að senda ung­um öku­mönn­um rétt skila­boð. „Það er orðinn stór hóp­ur í um­ferðinni, bæði karl­ar og kon­ur, sem sýna óþol­in­mæði sína og pirr­ing með þess­um hætti. Við erum með stóra spegla á próf­bíl­un­um og við sjá­um stund­um að  fólk er komið þétt upp við bíl­inn og maður sér það æpa blóts­yrði.“

En hver gæti verið skýr­ing­in á þessu? „Ég held að þetta fylgi þjóðarsál­inni og því sem fólk er að ganga í gegn­um. Marg­ir eiga erfitt, það brýst út í pirr­ingi sem birt­ist víða, í net­heim­um, í slæmri um­gengni. Þetta kem­ur fram alls staðar og um­ferðin er þar ekki und­an­skil­in.“

„Við vilj­um vekja at­hygli á þessu og vild­um gjarn­an að reynd­ari öku­menn væru nýliðunum betri fyr­ir­mynd,“ seg­ir Svan­berg.

Svanberg Sigurgeirsson ökukennari og sviðsstjóri ökuprófasviðs Frumherja.
Svan­berg Sig­ur­geirs­son öku­kenn­ari og sviðsstjóri öku­pró­fa­sviðs Frum­herja. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert