Vill flýta heimildum til refsiaðgerða

Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands.
Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands. mbl.is

„Ég er ánægður með að sjáv­ar­út­vegs­stjór­inn sé að beita sér per­sónu­lega til þess að reyna að verða eitt­hvað ágengt varðandi Ísland og ég vona að það leiði til lausn­ar. Við get­um ekki leyft þessu ástandi að halda áfram enn eitt árið.“

Þetta seg­ir Rich­ard Lochhead, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, í sam­tali við frétta­vef­inn Fis­hnew­seu.com í dag en full­trú­ar deiluaðila í mak­ríl­deil­unni sitja nú á fundi í London þar sem reynt verður að finna lausn á deil­unni.

Lochhead seg­ist hins veg­ar hafa orðið fyr­ir von­brigðum hversu lang­an tíma það hafi tekið Evr­ópu­sam­bandið að samþykkja heim­ild­ir til þess að grípa til refsiaðgerða gegn ríkj­um sem sam­bandið tel­ur stunda ósjálf­bær­ar fisk­veiðar á skjön við alþjóðlega samn­inga.

„Ég mun halda áfram að þrýsta á Evr­ópu­sam­bandið að leggja meiri áherslu á það mál,“ seg­ir Lochhead.

Frétt Fis­hnew­seu.com

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka