Ár hinna glötuðu tækifæra

Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson

„Formenn ríkisstjórnarflokkanna eru duglegir við að hrósa sjálfum sér og guma af þeim mikla árangri sem þeir segjast hafa náð. Þeir kvarta yfir skilningsleysi landsmanna og benda á að skilningur erlendis á afrekum þeirra sé miklu meiri. Útlendingar finna ekki eins og við á eigin skinni hverjar raunverulegar aðstæður okkar eru og fólk sér í gegnum blekkingar ríkisstjórnarinnar,“ segir Jón Gunnarsson alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Jón að þegar rýnt sé í nýleg viðtöl við Steingrím J. Sigfússon skreyti hann sig með stolnum fjöðrum. Árangurinn sem hann gumar af þakkar hann neyðarlögunum og samstarfi við AGS. Þegar þau mál voru afgreidd á Alþingi studdi hann hvorugt málið og er þetta í samræmi við annað í hans málflutningi.

„Það hefur þokast áfram í íslensku samfélagi á þessu kjörtímabili, þótt mun hægar hafi gengið en hægt hefði verið. Margt hefur snúist á sveif með okkur eins og stóraukin verðmæti helstu útflutningsafurða. Ytri aðstæður hafa verið þjóðinni hagfelldari en björtustu vonir gátu staðið til. Ríkisstjórnin getur ekki þakkað sér þær, þótt það megi lesa það út úr sjálfbirgingshætti í ræðum og skrifum forsvarsmanna hennar,“ segir Jón Gunnarsson og lýkur svo grein sinni með þessum orðum:

„Núverandi stjórnvöld hafa sýnt að og sannað með forgangsröðun sinni hverjar áherslur þeirra eru. Það verður tækifæri fyrir kjósendur að gera þann reikning upp fljótlega.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert