„Ég bjóst við meiru af þeim“

Lisbeth Berg Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Lisbeth Berg Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs. Wikipedia/Bernt Sønvisen

Sjávarútvegsráðherra Noregs segir það vonbrigði að ekki náðist samkomulag í makríldeilunni á ráðherrafundi í London í gær í samtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hún segir ennfremur að hvorki Íslendingar né Færeyingar hafi sýnt raunverulegan vilja til þess að ná samningum.

„Ég skal viðurkenna að ég bjóst við meiru af þeim,“ segir Lisbeth Berg Hansen. „Það er alltof, alltof langt á milli þess sem Færeyinga og Íslendinga telja sig eiga kröfu um og þess sem við viljum meina að þeir í það heila tekið geti mögulega átt rétt á.“

Spurð að því hvað taki við ef ekki næst samkomulag um makrílveiðarnar segir ráðherrann að þá verði gripið til frekari refsiaðgerða gegn Íslandi og Færeyjum. Aðspurð hvort hún vísi þar til þeirra aðgerða sem Evrópusambandið hafi boðað segir hún að sambandið hafi unnið að sínum aðgerðum og muni halda því áfram. Það sama eigi við Norðmenn.

Þá er hún spurð að því hvaða aðgerða Norðmenn kunni að grípa til en hún segist ekki geta ekki rætt um það á þessari stundu. En vinnu í þeim efnum verði haldið áfram.

Frétt NRK

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert