„Ég bjóst við meiru af þeim“

Lisbeth Berg Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Lisbeth Berg Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs. Wikipedia/Bernt Sønvisen

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs seg­ir það von­brigði að ekki náðist sam­komu­lag í mak­ríl­deil­unni á ráðherra­fundi í London í gær í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK. Hún seg­ir enn­frem­ur að hvorki Íslend­ing­ar né Fær­ey­ing­ar hafi sýnt raun­veru­leg­an vilja til þess að ná samn­ing­um.

„Ég skal viður­kenna að ég bjóst við meiru af þeim,“ seg­ir Lis­beth Berg Han­sen. „Það er alltof, alltof langt á milli þess sem Fær­ey­inga og Íslend­inga telja sig eiga kröfu um og þess sem við vilj­um meina að þeir í það heila tekið geti mögu­lega átt rétt á.“

Spurð að því hvað taki við ef ekki næst sam­komu­lag um mak­ríl­veiðarn­ar seg­ir ráðherr­ann að þá verði gripið til frek­ari refsiaðgerða gegn Íslandi og Fær­eyj­um. Aðspurð hvort hún vísi þar til þeirra aðgerða sem Evr­ópu­sam­bandið hafi boðað seg­ir hún að sam­bandið hafi unnið að sín­um aðgerðum og muni halda því áfram. Það sama eigi við Norðmenn.

Þá er hún spurð að því hvaða aðgerða Norðmenn kunni að grípa til en hún seg­ist ekki geta ekki rætt um það á þess­ari stundu. En vinnu í þeim efn­um verði haldið áfram.

Frétt NRK

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert