Illugi aftur þingflokksformaður

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson.
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. mbl.is

„Ég er af­skap­lega þakk­lát­ur fyr­ir það traust sem þing­flokk­ur­inn sýn­ir mér til þess að tak­ast á við þetta verk­efni og ég mun auðvitað reyna að sinna því eft­ir bestu getu,“ seg­ir Ill­ugi Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is en hann hef­ur tekið á ný við stöðu þing­flokks­for­manns flokks­ins. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, sem gegnt hef­ur þeirri stöðu seg­ist „vit­an­lega ekki ánægð með niður­stöðuna.“

Tek­in var ákvörðun um það á fundi þing­flokks­ins í Val­höll í dag sam­kvæmt til­lögu Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Það eru vit­an­lega stór verk­efni framund­an sem er kosn­inga­vet­ur­inn og kosn­ing­arn­ar í fram­hald­inu og þetta mikla verk­efni sem er að koma rík­is­stjórn­inni frá,“ seg­ir Ill­ugi.

Ill­ugi gegndi stöðu þing­flokks­for­manns frá 2009-2010 en tók sér leyfi frá störf­um sín­um á Alþingi á meðan rann­sókn stóð yfir á Sjóði 9 hjá Glitni en hann sat í stjórn sjóðsins þegar banka­hrunið varð haustið 2008. Ill­ugi tók sæti sitt aft­ur á þingi þegar rann­sókn­inni lauk en Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók við sem þing­flokks­formaður þegar Ill­ugi hvarf af þingi og hef­ur gegnt henni þar til nú.

„Ég er vit­an­lega ekki ánægð með þessa niður­stöðu enda hef ég auðvitað metnað til þess að vera í for­ystu­sveit Sjálf­stæðis­flokks­ins og hef verið í þessu starfi í tvö ár. Ég þarf ekki að vera ánægð með þessa ákvörðun þó ég uni auðvitað niður­stöðunni,“ seg­ir Ragn­heiður Elín í sam­tali við mbl.is.

Hún seg­ist að öðru leyti ætla að halda áfram að vinna af ein­urð að hags­mun­um Suður­kjör­dæm­is, sem hún hafi nú meiri tíma til að gera, og tryggja Sjálf­stæðis­flokkn­um þann sig­ur sem hann eigi skilið í kjör­dæm­inu „og losna þannig við þá öm­ur­legu rík­is­stjórn sem við höf­um búið við.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert