Varnarmálaráðherrar hinna Norðurlandanna eru jákvæðir fyrir því að taka þátt í því verkefni að hafa eftirlit með lofthelgi Íslands. Hins vegar þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að finnski flugherinn geri tekið þátt. Þetta er haft eftir varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Haglund, á finnska fréttavefnum yle.fi.
Fram kemur að ef endanlega verði samþykkt að hin norrænu ríkin taki þátt í verkefninu myndu Finnland og Svíþjóð taka þátt í því í formi æfinga en ábyrgðin af eftirlitinu yrði hjá Noregi að sögn Haglund, en ólíkt Norðmönnum eru Svíar og Finnar ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO).
Þá hafa Finnar sett það skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu að þeir séu einungis reiðubúnir til þess af það sama gildi um Svía. Þá yrði að ganga úr skugga um að engar lagalegar hindranir væru í vegi þess að Finnland tæki þátt í eftirlitinu. Þá gætu takmarkaðar fjárheimildir finnska flughersins reynst þrándur í götu í þeim efnum.