Lúsasjampó víða uppselt

Kambur og lúsarmeðal.
Kambur og lúsarmeðal.

Lúsalyf eru víða uppseld í apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Í gegnum tíðina hefur lús stundum gert vart við sig í skólum, ekki síst þegar leik- og grunnskólar hefjast að nýju eftir sumarfrí.

Í apótekinu í Lágmúla voru tvö helstu lúsalyfin uppseld í gær. Þó var ein tegund fáanleg en hún þykir ekki þægileg í notkun þótt virknin sé góð.

Í apótekinu á Smáratorgi voru öll lúsalyf uppseld en sending væntanleg í dag. Auk þess er sókn viðskiptavina í lúsakamba töluverð.

Sömu sögu er að segja af apótekinu á Háaleitisbraut, þar eru lúsalyf uppseld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert