Störfum 40 sjómanna stefnt í óvissu

Magnús Kristinsson átti Berg-Huginn ásamt fjölskyldu sinni.
Magnús Kristinsson átti Berg-Huginn ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/Rax

Stjórn sjó­manna­fé­lags­ins Jöt­uns í Vest­manna­eyj­um tel­ur að aðal­eig­andi Bergs-Hug­ins hafi átt að bjóða heima­mönn­um fyr­ir­tækið áður en það var selt til Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Störf­um fjöru­tíu sjó­manna í Vest­manna­eyj­um sé stefnt í mikla óvissu. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í álykt­un stjórn­ar Jöt­uns. Stjórn­in styður ákvörðun bæj­ar­ráðs í Vest­manna­eyj­um um að kanna með for­kaups­rétt­ar­á­kvæði laga um stjórn fisk­veiða.

Þar kem­ur einnig fram að það að hafa manna­for­ráð sé ábyrgðarstaða og þegar menn séu á þeim stað verði þeir að sýna sam­fé­lags- og siðferðilega ábyrgð og standa með sínu fólki og reyna með öll­um ráðum að tryggja af­komu þess til framtíðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert