Taldi upptöku evru algera fjarstæðu

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Friðrik

Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur ekki sjálf­ur séð bók­an­irn­ar á þeim fyr­ir­vör­um sem hann setti á rík­is­stjórn­ar­fund­um í júlí og ág­úst við samn­ings­mark­mið Íslands í viðræðunum um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. En ekki hafi farið neitt á milli mála í þess­um efn­um.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ist ráðherra einkum hafa bent á hve „fjar­stæðukennt“ það væri við nú­ver­andi aðstæður í álf­unni að setja í for­gang að Ísland tæki upp evru.

„Á fundi um miðjan júlí var umræða um þessi mál í rík­is­stjórn­inni og þá nefndi ég með skýr­um hætti þrjú atriði sem ég gerði fyr­ir­vara við. Í fyrsta lagi upp­töku evru, í öðru lagi að flýtt yrði af­námi gjald­eyr­is­hafta við þær aðstæður sem við búum við og loks þátt­töku í ERM-gjald­eyr­is­sam­starf­inu. Þor­steinn Páls­son skrifaði síðan pist­il þar sem hann gaf í skyn að ég og hugs­an­lega fleiri ráðherr­ar segðu eitt um þessi mál á rík­is­stjórn­ar­fund­um og annað utan þeirra. Þess vegna fannst mér ástæða til að taka þetta aft­ur upp ef þess­ir fyr­ir­var­ar mín­ir hefðu ekki verið kirfi­lega bókaðir á fund­in­um í júlí. Og eng­inn mót­mælti því að ég hefði gert þessa fyr­ir­vara.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert