Taldi upptöku evru algera fjarstæðu

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Friðrik

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki sjálfur séð bókanirnar á þeim fyrirvörum sem hann setti á ríkisstjórnarfundum í júlí og ágúst við samningsmarkmið Íslands í viðræðunum um aðild að Evrópusambandinu. En ekki hafi farið neitt á milli mála í þessum efnum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segist ráðherra einkum hafa bent á hve „fjarstæðukennt“ það væri við núverandi aðstæður í álfunni að setja í forgang að Ísland tæki upp evru.

„Á fundi um miðjan júlí var umræða um þessi mál í ríkisstjórninni og þá nefndi ég með skýrum hætti þrjú atriði sem ég gerði fyrirvara við. Í fyrsta lagi upptöku evru, í öðru lagi að flýtt yrði afnámi gjaldeyrishafta við þær aðstæður sem við búum við og loks þátttöku í ERM-gjaldeyrissamstarfinu. Þorsteinn Pálsson skrifaði síðan pistil þar sem hann gaf í skyn að ég og hugsanlega fleiri ráðherrar segðu eitt um þessi mál á ríkisstjórnarfundum og annað utan þeirra. Þess vegna fannst mér ástæða til að taka þetta aftur upp ef þessir fyrirvarar mínir hefðu ekki verið kirfilega bókaðir á fundinum í júlí. Og enginn mótmælti því að ég hefði gert þessa fyrirvara.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert