Ummæli norska ráðherrans vekja undrun

Lisbeth-Berg Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs
Lisbeth-Berg Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs SCANPIX/af vef norska sjávarútvegsráðuneytisins

Sendi­nefnd Íslands á mak­ríl­fund­in­um í London í gær kom með þá til­lögu á fund­in­um að veiðin yrði minnkuð um 20% hið minnsta næsta ár. Um­mæli sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs eft­ir fund­inn vekja undr­un Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram á vef at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins.

Þar er haft eft­ir Stein­grími J.: „Í fram­haldi af fundi strand­ríkja sem komu að viðræðum um skipt­ingu mak­ríl­stofns­ins í London sl. mánu­dag er ástæða til að fara yfir málið og skýra sjón­ar­mið Íslands.

Því miður skilaði fund­ur­inn litlu sem engu til lausn­ar deil­unni en þar er ekki við Ísland að sak­ast um­fram aðra, nema síður sé. Ísland kom til fund­ar­ins reiðubúið til að sýna sveigj­an­leika og þoka mál­inu áfram.

Eins og áður hef­ur komið fram er Ísland til­búið að ræða lausn máls­ins, að sínu leyti á þeim nót­um að í skipt­um fyr­ir eitt­hvað lægra hlut­fall af heild­ar­veiði en nú er komi aðgang­ur að lög­sög­um annarra ríkja, en ávinn­ing­ur sé af því að heild­ar­sam­komu­lag ná­ist. Með því verður hægt að færa veiðina niður í átt að ráðgjöf og tryggja sjálf­bæra nýt­ingu og vernd stofns­ins til fram­búðar.

Ísland hef­ur einnig lagt áherslu á mik­il­vægi þess að efla rann­sókn­ir og m.a. hvatt Evr­ópu­sam­bandið til þátt­töku í sam­eig­in­leg­um rann­sókn­um Íslands, Fær­eyja og Nor­egs.

Loks höf­um við ít­rekað lagt til að á meðan ekki næst sam­komu­lag um skipt­ingu, þá lækki rík­in veiðina um til­tek­inn hluta. Við höf­um jafn­vel sagt að við vær­um til­bú­in til þátt­töku í slíku ef stærstu aðilarn­ir, ESB og Nor­eg­ur, gerðu slíkt hið sama þó ekki yrðu all­ir með.

Sem góðan áfanga í þeim efn­um nefnd­um við í London að veiðin yrði lækkuð um 20% hið minnsta næsta ár. Sér­staka undr­un vekja um­mæli og viðhorf sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs eft­ir fund­inn. Lis­beth-Berg Han­sen fell­ur enn í þá gryfju að skella allri skuld­inni á Ísland og Fær­eyj­ar þegar veru­leik­inn er sá að ein helsta ástæða þess að fund­ur­inn í London skilaði ekki ár­angri var ein­streng­ings­leg afstaða Nor­egs,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á vef ráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert