Gjaldmiðill og sjálfstæði Seðlabanka

Birgir Ármannsson
Birgir Ármannsson

„Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað nokkuð um samningsafstöðu ríkisstjórnarinnar í peninga- og gjaldmiðilsmálum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ segir Birgir Ármannsson alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að umræðan hafi að mestu snúist um þá spurningu, hvort eða með hvaða hætti ráðherrar Vinstri grænna hafi á vettvangi ríkisstjórnar gert fyrirvara við þau atriði samningsafstöðunnar sem lúta að aðild Íslands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og upptöku evru sem gjaldmiðils Íslendinga.

Í grein sinni segir Birgir m.a.: „Samningsafstaða í einstökum köflum aðildarviðræðnanna er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Að henni hefur hins vegar verið unnið af sérstaklega tilnefndum samningahópi á viðkomandi sviði. Á sviði efnahags- og peningamála er hópurinn skipaður fjölmörgum einstaklingum úr ýmsum áttum, en formaður er Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.“ Í niðurlagi greinarinnar spyr Birgir: Hvað er orðið um sjálfstæði Seðlabankans gagnvart ríkisstjórninni þegar bankastjórinn stýrir stefnumótunarvinnu fyrir stjórnina í einu viðkvæmasta og umdeildasta álitamáli íslenskra stjórnmála?

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert