Heimilt að selja heimatilbúið

Ekki þarf lengur að sækja um leyfi til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til að selja heimatilbúin matvæli á bösurum, hjá félagasamtökum og íþróttafélögum á hátíðum og kappleikjum og sölu á matjurtum og villibráð í litlu magni.

Gefin hefur verið út reglugerð um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litlu magni matvæla beint til neytenda og staðbundina smásölufyrirtækja. Reglugerðin er sett í kjölfarið á breytingum sem Alþingi gerði í vor á lögum um matvæli.

Reglugerðin tekur í fyrsta lagi til sölu eða afhendingar matvæla þar starfsemin er ekki samfelld heldur tilfallandi, lýtur ekki sérstöku skipulagi og er ekki rekin í eigin hagnaðarskyni.

Í öðru lagi tekur reglugerðin til sölu á frumframleiðsluvörum úr jurtaríkinu sem framleiddar eru í litlu magni og markaðssettar beint til neytenda eða staðbundinna smásölufyrirtækja og í þriðja lagi nær reglugerðin til frumframleiðenda sem eru ekki með samfellda starfsemi eða sérstakt skipulag, samkvæmt frétt á vef Matvælaeftirlitsins.

Þeir sem falla undir ákvæði reglugerðarinnar verða hins vegar að tryggja að matvæli sem þeir framleiða og markaðssetja séu örugg og ekki heilsuspillandi eða óhæf til neyslu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert