Kaupum jarðir en ekki lífsnauðsynleg tæki

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Skilaboð Steingríms J. Sigfússonar eru skýr: Íslenska ríkið er ekki svo aumt að það hafi ekki efni á því að kaupa eina stærstu jörð landsins fyrir hundruð milljóna króna. Ríkissjóður hefur hins vegar ekki bolmagn til þess að endurnýja lífsnauðsynleg tæki á Landspítala sem eru forsenda þess að hundruð einstaklinga eigi möguleika á að hafa sigur á illvígum sjúkdómi“, segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Forgangsröðun ríkisstjórnar norrænnar velferðar liggur því fyrir, segir greinarhöfundur.

Síðar í grein sinni segir Óli Björn, en grein hans má lesa í heild í blaðinu í dag: „Komandi þingkosningar snúast um það hvernig þjóðfélagið þróast á komandi árum. Hvort haldið verður áfram á braut vinstrimanna þar sem allt traust er lagt á hið opinbera eða hvort frjáls viðskipti fá aftur að blómstra með sjálfstæða atvinnurekandanum og millistéttinni í fararbroddi.

Kosningarnar snúast ekki aðeins um það hvort hér verður efnahagsleg velmegun heldur einnig með hvaða hætti við viljum eiga samskipti við hvert annað. Engu þjóðfélagi, sem hefur lagt allt traust sitt á ríkið, hefur farnast vel“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka