Ráðherrar fá send afrit af fundargerðum

Leiðtogarnir Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.
Leiðtogarnir Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Golli

Ráðherrar deila nú innbyrðis um það hvort fyrirvarar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gerði við samningsmarkmið í viðræðum við Evrópusambandið hafi verið bókaðir á ríkisstjórnarfundum í júlí og ágúst.

Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er ritari ríkisstjórnarinnar og annast fundargerðir. „Kveðið er á um fundargerðirnar í lögum um stjórnarráð Íslands, fundargerðir ríkisstjórnar eru undanþegnar upplýsingarétti almennings og fjölmiðla,“ segir Ágúst Geir í Morgunblaðinu í dag.

„En ríkisstjórnin ákveður eftir hvern fund hvaða mál megi gera opinber. Þá þýðir það í raun að ráðherra hafi heimild til að gera efnislega grein fyrir því sem var á dagskrá.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert