Landeigendafélagið Geysir ehf. var stofnað í dag en að því standa allir landeigendur Haukadalstorfunnar (65%) að ríkinu (35%) undanskildu. Lengi voru uppi áform ríkisins að kaup hlut annarra landeigenda í Hverasvæðinu. Það var hins vegar ljóst eftir hrun að slík gengi ekki eftir. Þetta kemur fram í frétt DFS.
Landeigendur að ríkinu undanskildu sameinuðust því í eitt félag sem hefði með uppbyggingu og vernd svæðisins að gera. Stjórn hins nýja félags hefur falið formanni og varaformanni að hefja viðræður við ríkið um samstarfssamning um svæðið.