Ræða samstarf við ríkið á Geysissvæðinu

Geysir er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða landsins.
Geysir er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða landsins. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Landeigendafélagið Geysir ehf.  var stofnað í dag en að því standa allir landeigendur Haukadalstorfunnar (65%) að ríkinu (35%) undanskildu. Lengi voru uppi áform ríkisins að kaup hlut annarra landeigenda í Hverasvæðinu. Það var hins vegar ljóst eftir hrun að slík gengi ekki eftir. Þetta kemur fram í frétt DFS.

Landeigendur að ríkinu undanskildu sameinuðust því í eitt félag sem hefði með uppbyggingu og vernd svæðisins að gera. Stjórn hins nýja félags hefur falið formanni og varaformanni að hefja viðræður við ríkið um samstarfssamning um svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka