Fara í kjördæmaferðir í ríkisstjórnarrútu

Merki Dögunar.
Merki Dögunar. mbl.is

Dög­un og Borg­ara­hreyf­ing­in sam­ein­ast form­lega í næstu viku sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fram­boðinu en einnig standa að því Frjáls­lyndi flokk­ur­inn og Hreyf­ing­in auk ein­stak­linga úr stjórn­lagaráði. Af sama til­efni fer fram kjör í stjórn fram­boðsins en fram­kvæmdaráð þess fundaði í gær­kvöldi um næstu skref þess.

Meðal þess sem samþykkt var á fundi fram­kvæmdaráðsins var að ráðinn yrði kosn­inga­stjóri í októ­ber sem meðal ann­ars muni hafa það verk­efni að aðstoða við stofn­un kjör­dæm­a­fé­laga. Grund­vall­ar­stefna Dög­un­ar var hins veg­ar samþykkt á stofn­fundi í mars síðastliðnum og er aðgengi­leg á heimasíðu fram­boðsins, www.xdog­un.is.

Kosn­ingaund­ir­bún­ing­ur Dög­un­ar hefst með rútu­ferðum fram­boðsins í kjör­dæm­in í sept­em­ber og októ­ber og verður nýtt til þess rúta sem ferjað hef­ur þó nokkr­ar rík­is­stjórn­ir á langri ævi sinni sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Þórði Birni Sig­urðssyni, for­manni fram­kvæmdaráðs Dög­un­ar.

Val fram­bjóðenda verður hins veg­ar ákveðið síðar en stefnt er að því að fram­boðslist­ar verði til­bún­ir í síðasta lagi í janú­ar­lok að sögn Þórðar. Sam­kvæmt samþykkt­um Dög­un­ar er fé­lags­fundi í hverju kjör­dæmi ætlað að velja á milli fimm val­mögu­leika í þeim efn­um; for­vals, blöndu af for­vali og slembivali, upp­still­ing­ar óröðuðum lista til per­sónu­kjörs eða ann­ars fyr­ir­komu­lags sam­kvæmt samþykki fé­lags­fund­ar. 

Stefnu­mót­un­ar­vinna mál­efna­hópa er á góðu skriði að sögn Þórðar og er gert ráð fyr­ir að heild­ræn stefnu­skrá líti dags­ins ljós á næstu vik­um. Lands­fund­ur fram­boðsins er ráðgerður í mars 2013.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert