Magnús Hlynur til 365 miðla

Magnús Hlynur Hreiðarsson
Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson hefur verið ráðinn til Stöðvar 2 og Vísis, fjölmiðla í eigu 365. Magnús staðfesti þetta við mbl.is nú fyrir skömmu.

Honum var nýverið sagt upp hjá RÚV en Magnús Hlynur stýrir einnig Dagskránni á Selfossi og fréttavefnum DFS.

Allir tíu þingmenn Suðurkjördæmis sendu í gær sameiginlegt bréf til Páls Magnússonar útvarpsstjóra og Óðins Jónssonar, fréttastjóra RÚV, þar sem þeir lýsa óánægju með að leggja af starf fréttaritara RÚV á Suðurlandi. 

Magnús Hlynur Hreiðarsson á Selfossi hafði sinnt starfi fréttaritara RÚV undanfarin fimmtán ár en verktakasamningi við hann var sagt upp nú um mánaðamótin.

Þingmennirnir segja ákvörðunina órökstudda og erfitt sé að sjá hagræðingu í því að segja upp samningum við mann í verktöku og aka eða sigla í staðinn með töku- og fréttamann þegar á þarf að halda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert