Viðurkenning fyrir vistvænar samgöngur

Hjólað í Austurstræti.
Hjólað í Austurstræti. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar verður veitt í fyrsta sinn nú í haust í tengslum við evrópsku samgönguvikuna sem haldin er 16. – 22. september ár hvert.  Fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir sem stigið hafa mikilvæg skref í starfsemi sinni í átt til vistvænni samgöngumáta koma til álita.

Leitað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir. Óskað er eftir rökstuðningi með hverri tilnefningu. Tilnefningar verða metnar í ljósi samgönguviðmiða í umhverfisstjórnunarkerfinu ,,Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar“.

Tillögur skulu berast Reykjavíkurborg í síðasta lagi 11. september næstkomandi, merktar ,,Samgönguviðurkenning". Þær sendist á póstfangið graenskref@reykjavik.is eða á heimilisfangið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík.

Samgönguviðurkenningin verður veitt 17. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka