Fáklæddur á stolnu hjóli

Það er ekki mjög sniðugt að hjóla klæðalítill á Íslandi …
Það er ekki mjög sniðugt að hjóla klæðalítill á Íslandi þegar það fer að hausta. Ljósmynd/Berlin

Í fyrrinótt var til­kynnt um klæðalít­inn, er­lend­an ferðamann í Lang­holts­hverf­inu og sagt að hann hefði orðið fyr­ir barðinu á ræn­ingj­um. Staðhæf­ing­in um ránið reynd­ist ekki á rök­um reist en upp­lýs­ing­arn­ar um fata­leysið stóðust, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Maður­inn, karl á miðjum aldri, var aðeins í nær­föt­um og því ekki bú­inn til úti­vist­ar. Hann var blóðugur þegar að var komið en áverka hafði maður­inn fengið þegar hann datt af reiðhjóli, sem hann tók til hand­ar­gagns í miðborg­inni og hjólaði á því í aust­ur­borg­ina.

Lög­regl­an tók hjólið í sína vörslu og ók ferðamann­in­um, sem var ölvaður, á gisti­stað hans í miðborg­inni. Hinn er­lendi gest­ur, sem á nú yfir höfði sér 5.000 kr. sekt fyr­ir að hjóla full­ur, var beðinn um að vera bet­ur klædd­ur það sem eft­ir lifði Íslands­dval­ar­inn­ar,“ seg­ir í frétt á vef lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka