Fullt hús hjá Rimaskóla

Davíð Kjartansson liðstjóri gefur Degi Ragnarssyni 1. borðs manni Rimaskóla …
Davíð Kjartansson liðstjóri gefur Degi Ragnarssyni 1. borðs manni Rimaskóla góð ráð fyrir viðureignina.

Skáksveit Rimaskóla sem tekur þátt í Norðurlandamóti grunnskóla fyrir Íslands hönd er í miklu stuði og hefur unnið allar átta skákirnar í fyrstu tveimur umferðunum á mótinu.

Í annarri umferð mótsins tefldu Rimaskólakrakkar við aðra finnsku sveitina og virtist getumunurinn talverður því að það tók Rimaskóla aðeins klukkustund að vinna 4 - 0.

Mótið er haldið í borginni Tampere í Finnlandi og má heimalandið senda tvær skáksveitir til leiks. Á morgun teflir skáksveit Rimaskóla við finnsku og norsku meistarana. Norðurlandamóti grunnskóla í skák lýkur á sunnudag með verðlaunaafhendingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert