Laun hækkuð en ekki hægt að endurnýja tæki

Stjórn Lækna­fé­lags Íslands seg­ir að það skjóti óneit­an­lega skökku við að laun for­stjóra Land­spít­al­ans Björns Zoëga séu hækkuð á einu bretti um 450 þúsund krón­ur þegar litið er til ástands­ins á Land­spít­al­an­um. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn Lækna­fé­lags Íslands.

„Í frétt­um Rík­is­út­varps­ins hef­ur komið fram að vel­ferðarráðherra ákvað að hækka á einu bretti laun for­stjóra Land­spít­al­ans um 450 þúsund krón­ur á mánuði. Það kom einnig fram að vel­ferðarráðherra var með þessu að bregðast við at­vinnu­til­boði sem for­stjór­an­um hafði borist frá Svíþjóð.

Þessi mikla hækk­un skýt­ur óneit­an­lega skökku við þegar litið er til ástands­ins á Land­spít­al­an­um og ára­langs niður­skurðar í heil­brigðis­kerf­inu. Þjón­usta við sjúk­linga hef­ur verið skert, starfs­fólki fækkað, kjör­in rýrð og ekki hef­ur feng­ist nægi­legt fé til að end­ur­nýja úr sér geng­in bráðnauðsyn­leg lækn­inga­tæki. Lækna­fé­lag Íslands tel­ur að vel menntaðir heil­brigðis­starf­menn eigi að fá laun í sam­ræmi við mennt­un, reynslu og aukið álag í starfi og að reynt sé að sporna við brott­flutn­ingi þeirra í bet­ur launuð störf í öðrum lönd­um. Þetta á við um fleiri en for­stjóra Land­spít­al­ans.

Stjórn­völd eru hvött til snúa af ára­langri braut niður­skurðar í vel­ferðar­mál­um en setja þess í stað end­ur­reisn heil­brigðisþjón­ust­unn­ar í heild í al­ger­an for­gang,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert