Öruggari en í einkabíl

Strætisvagn á leið frá Reykjavík til Akureyrar.
Strætisvagn á leið frá Reykjavík til Akureyrar. mbl.is/Ómar

Fólk sem ferðast um í einka­bíl­um er í meiri hættu á að slasast al­var­lega eða far­ast í um­ferðarslys­um en þeir sem ferðast með bíl­um und­ir merkj­um Strætó bs. úti á landi, jafn­vel þótt þeir þurfi að standa.

Þetta seg­ir Reyn­ir Jóns­son, for­stjóri Strætó, í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag. Þetta hafi er­lend­ar rann­sókn­ir sýnt fram á, að hans sögn.

Vissu­lega sé farþegi sem þurfi að standa í meiri hættu en sá sem sitji í sæti með bíl­belti,Reyn­ir seg­ir að um það sé ekki deilt. Þeir séu eft­ir sem áður í minni hættu en farþegar í einka­bíl­um. Yrði farþegum Strætó bannað að standa og í staðinn bent á að fara í einka­bíl væri í raun verið að knýja þá til að taka meiri áhættu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert