Fólk sem ferðast um í einkabílum er í meiri hættu á að slasast alvarlega eða farast í umferðarslysum en þeir sem ferðast með bílum undir merkjum Strætó bs. úti á landi, jafnvel þótt þeir þurfi að standa.
Þetta segir Reynir Jónsson, forstjóri Strætó, í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag. Þetta hafi erlendar rannsóknir sýnt fram á, að hans sögn.
Vissulega sé farþegi sem þurfi að standa í meiri hættu en sá sem sitji í sæti með bílbelti,Reynir segir að um það sé ekki deilt. Þeir séu eftir sem áður í minni hættu en farþegar í einkabílum. Yrði farþegum Strætó bannað að standa og í staðinn bent á að fara í einkabíl væri í raun verið að knýja þá til að taka meiri áhættu.