Fjölhæfur forstjóri LHS

Björn Zoëga sinnir læknisstörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Landspítalans.
Björn Zoëga sinnir læknisstörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Landspítalans. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Zoëga, for­stjóri Land­spít­al­ans, sinn­ir að eig­in sögn lækn­is­störf­um ein­hvern hluta dags á hverj­um ein­asta degi.

„Ég er með einn dag, miðviku­dag, þar sem ég fer alltaf í skurðaðgerðir nema ég sé í út­lönd­um eða eitt­hvað þvíum­líkt. Svo sé ég fyr­ir há­degi á föstu­dög­um, frá kl. níu til tólf, sjúk­linga á göngu­deild, því það þarf auðvitað að skoða fólk fyr­ir og eft­ir aðgerðir. Flesta morgna og eft­ir­miðdaga fer maður síðan á legu­deild­ina og kík­ir á þá sjúk­linga sem maður hef­ur verið að vinna með en ég fæ það mikla hjálp og aðstoð frá öðrum lækn­um á spít­al­an­um að það tek­ur sem bet­ur fer ekki lang­an tíma,“ seg­ir Björn.

Í viðtali við Björn í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að auk for­stjóra­starfs­ins og lækn­is­starfa við Land­spít­al­ann sinn­ir hann einnig kennslu við Há­skóla Íslands á sínu sér­sviði, þ.e. hryggj­ar­speng­ing­um. Kennsl­unni seg­ist Björn sinna á hverju ári en hann bend­ir þó á að hann sé ekki á laun­um hjá Há­skóla Íslands.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert