Fjölhæfur forstjóri LHS

Björn Zoëga sinnir læknisstörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Landspítalans.
Björn Zoëga sinnir læknisstörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Landspítalans. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, sinnir að eigin sögn læknisstörfum einhvern hluta dags á hverjum einasta degi.

„Ég er með einn dag, miðvikudag, þar sem ég fer alltaf í skurðaðgerðir nema ég sé í útlöndum eða eitthvað þvíumlíkt. Svo sé ég fyrir hádegi á föstudögum, frá kl. níu til tólf, sjúklinga á göngudeild, því það þarf auðvitað að skoða fólk fyrir og eftir aðgerðir. Flesta morgna og eftirmiðdaga fer maður síðan á legudeildina og kíkir á þá sjúklinga sem maður hefur verið að vinna með en ég fæ það mikla hjálp og aðstoð frá öðrum læknum á spítalanum að það tekur sem betur fer ekki langan tíma,“ segir Björn.

Í viðtali við Björn í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að auk forstjórastarfsins og læknisstarfa við Landspítalann sinnir hann einnig kennslu við Háskóla Íslands á sínu sérsviði, þ.e. hryggjarspengingum. Kennslunni segist Björn sinna á hverju ári en hann bendir þó á að hann sé ekki á launum hjá Háskóla Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert