Skottmarkaður og zúmbahátíð við Valsheimilið

Skottmarkaður við Kjarvalsstaði á hverfishátíð Miðborgar- og hlíða í fyrra.
Skottmarkaður við Kjarvalsstaði á hverfishátíð Miðborgar- og hlíða í fyrra. Mbl.is/Golli

Árleg hverfahátíð miðborgar og Hlíða fer fram í dag við Valsheimilið, bæði innandyra og utan. Dagskráin verður fjölbreytt, þar á meðal er risaskottmarkaður á bílastæðinu í umsjón íbúasamtaka, en einna hæst ber risa zúmbahátíð með Páli Óskari. 

Meðal annarra atburða má nefna sýningu á myndlistarverkum 6-9 ára íbúa hverfisins, hjólatúr með borgarfulltrúum, skátabúðir og klifur, danssýningar, kórsöng og kynningu á félagsstarfi. Kaffi, kökur, pylsur og drykkir verða seld á staðnum.

Hátíðin stendur frá 13-16 í dag. 

Ýmsa dýrgripi er að finna á skottmarkaðnum.
Ýmsa dýrgripi er að finna á skottmarkaðnum. Mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert