Þjófnaður í hraðbanka upplýstur

Lögreglan á Akureyri leitaði þessa fólks vegna þjófnaðarmáls.
Lögreglan á Akureyri leitaði þessa fólks vegna þjófnaðarmáls.

Búið er að hafa uppi á fólkinu sem lögreglan á Akureyri leitaði vegna vegna þjófnaðarmáls í hraðbanka á Akureyri og telst málið nú upplýst. Um var að ræða ferðamenn sem tóku peninga sem næsti maður á undan hafði gleymt í bankanum.

Að sögn lögreglu reyndist vera um hollenska ferðamenn að ræða og hafðist uppi á þeim þar sem þeir voru á ferðalagi á Suðurlandi. 

Málinu var þannig háttað að maður fór í hraðbankann og hugðist taka út 20.000 krónur en ekki vildi betur til en svo að hann gleymdi að taka með sér peningana, sem biðu fyrir allra augum. Fólkið sem kom næst á eftir honum og notaði bankann var ekki heiðarlegra en svo að það hirti peningana, en þökk sé öryggismyndavélum náðist mynd af þeim sem lögregla birti. 

Að sögn lögreglunnar á Akureyri barst fjöldi ábendinga eftir myndbirtinguna og varð það til þess að tókst að hafa uppi á ferðamönnunum áður en þeir fóru úr landi. Lögreglan þakkar þann fjölda ábendinga sem bárust vegna málsins sem leiddu til þess að mennirnir fundust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert