Tryggvi Þór vill vera áfram á þingi

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður ætlar líklega að sækjast eftir endurkjöri fyrir Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi, en hann hefur setið á Alþingi eitt kjörtímabil. Norðlenska blaðið Vikudagur hefur eftir Tryggva Þór að mörg mál bíði úrlausnar á næstu fjórum árum.

„Kjördæmisráð tekur ákvörðun um hvernig raðað verður á framboðslistann og ég reikna með að ráðið taki ákvörðun um tilhögun í október. Eins og staðan er núna eru meiri líkur en minni á að ég sækist eftir endurkjöri,“ segir Tryggvi Þór í samtali við Vikudag

„Ég nefni í fyrsta lagi efnahagsmálin. Hvað varðar mitt kjördæmi, þá er brýnt að ráðast í vegaframkvæmdir, sem setið hafa á hakanum allt of lengi. Atvinnumálin verða áfram ofarlega á baugi og stjórnun fiskveiða. Allt eru þetta stór mál. Ég vil mjög gjarnan leggja mitt af mörkum, en eins og ég segi er ekki hægt að tilkynna framboð fyrr en línur skýrast.”

Sjálfstæðisflokkurinn er með tvo þingmenn í NA-kjördæmi. Þeir eru Kristján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Herbertsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert