Búast má við vonskuveðri með rigningu, en slyddu eða snjókomu til fjalla, einkum norðvestantil á landinu á morgun og um allt land seint annað kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt veðurspánni þykknar upp suðaustanlands og bætir heldur í vind í kvöld. Hvessir í nótt og á morgun með rigningu, fyrst NV-til. Norðan og norðaustan 15-23 NV-til síðdegis og um allt land seint annað kvöld. Víða rigning en snjókoma til fjalla en úrkomuminna suðvestantil. Hiti 2 til 12 stig að deginum, hlýjast syðst.