Einungis karlar rituðu afmælisritið

Frá flugeldasýningunni á Akureyri fyrir rúmri viku síðan en Akureyri …
Frá flugeldasýningunni á Akureyri fyrir rúmri viku síðan en Akureyri fagnaði 150 ára afmæli bæjarins Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar lýsti á fundi sínum nýverið yfir vonbrigðum með að eingöngu karlar komi að ritun Afmælisrits Akureyrarbæjar.

Á fundi Samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrarbæjar var rætt um Afmælisrit Akureyrarbæjar, Þekktu bæinn þinn, sem gefið var út af Völuspá útgáfu í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar. Í fundargerð ráðsins er tekið fram að Afmælisnefnd Akureyrarbæjar hafi veitt styrk vegna myndakaupa en ekki komið að öðru leyti að útgáfunni, samkvæmt frétt á vef vikublaðsins Akureyri.

Í fundargerð ráðsins segir einnig: „Samfélags- og mannréttindaráð lýsir vonbrigðum með að eingöngu karlar komi að ritun bókarinnar og minnir á að reynsla og gildismat beggja kynja eru mikilvæg í lýðræðissamfélagi.“

Nokkur umræða hefur skapast á vef vikuritsins um fréttina og bendir Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakennari meðal annars á að bókin er höfundarverk Jóns Hjaltasonar.

„Sérkennilegur hamagangur út af þessu máli. Myndabókin um Akureyri 150 ára er höfundarverk Jóns Hjaltasonar sem getur ekki að því gert að vera karlmaður. Hann hefur leitað til kvenna og karla til að fá aðstoð við verkið, eins og sjá má á inngangsorðum hans og yfirliti um höfunda efnis og mynda. Hann hefur sem sagt fengið myndir frá allmörgu fólki og leitað til fáeinna manna sem áttu upplýsingar sem komu að gagni við ritunina - en hann er höfundurinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert