Hætta á að grill takist á loft

Fólk er beðið um að ganga frá lausum munum áður …
Fólk er beðið um að ganga frá lausum munum áður en það fer að hvessa. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fólk er beðið um að ganga frá lausum munum fyrir kvöldið en spáð er norðanáhlaupi síðar í dag. VÍS bendir húseigendum um land allt á að huga að lausum munum, sólhúsgögnum, trampólínum, útigrillum og öðru slíku sem víða er enn úti. 

Spáð er veðurhæð allt að 20-23 m/s og enn hvassara í hviðum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir væntanlegan storm fremur óvenjulegan svo snemma hausts en auk vindsins megi gera ráð fyrir mjög mikilli rigningu í byggð austantil á Norðurlandi. 

Á höfuðborgarsvæðinu segir Einar að megi síðan reikna með að það taki að hvessa undir kvöld og norðanstormurinn nái hámarki þar í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert