Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði

mbl.isÓmar

Vegna slæms ferðaveðurs á Holtavörðuheiði er vegfarendum bent á að fara um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði, segir í upplýsingum frá Vegagerðinni. Snjóþekja og óveður er á Holtavörðuheiði eins og sjá má á vefmyndavél Vegagerðarinnar.

Á Austurlandi er krapi og hálkublettir á Biskupshálsi og Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á Breiðdalsheiði.

Á Norðausturlandi er ófært og óveður á Hólasandi, Mývatnsöræfum og Dettifossvegi, þar er ekkert ferðaveður. Þungfært og óveður er á Mývatnsheiði. Ófært og stórhríð er á Víkurskarði. Óveður og krapi er á Ólafsfjarðarmúla. Krapi er á Fljótsheiði, Ljósavatnsskarði og í Dalsmynni.  Krapi er á Hófaskarði og Hálsum.

Á Norðurlandi er ófært og stórhríð á Vatnsskarði og ekkert ferðaveður, hálkublettir,  krapi og óveður er á Siglufjarðarvegi og ekkert ferðaveður. Krapi er komin á vegi víða í Skagafirði. Snjóþekja og stórhríð er á Öxnadalsheiði.

Snjóþekja og óveður er á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Suðausturlandi er varað við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Sandfok er á Mýrdalssandi og Skeiðarársandi.

Leiðin frá Lokinhamradal að Stapadal í Arnarfirði er nú ófær í fjörunni við Skútabjörg og ekki fær neinum bílum a.m.k. til næsta vors.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert