Rafmagnslaust í Fjallabyggð

Ólafsfjörður. Úr myndasafni.
Ólafsfjörður. Úr myndasafni. © Mats Wibe Lund

Rafmagnslaust er í sveitarfélaginu Fjallabyggð en innan þess eru þéttbýlisstaðirnir Siglufjörður og Ólafsfjörður. Rafmagnið mun hafa farið af fyrir tæpum klukkutíma.

Sigurður V. Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, staðfesti í samtali við mbl.is að rafmagnslaust væri í það minnsta á Ólafsfirði þar sem hann sjálfur er búsettur. Allur bærinn væri án rafmagns. Hann ætti hins vegar enn eftir að fá upplýsingar um það hver staðan væri á Siglufirði.

Aðspurður hvort vararafstöð væri til staðar á Ólafsfirði svaraði hann því neitandi. Þá sagðist hann engar upplýsingar hafa á þessari stundu um hvenær gera mætti ráð fyrir að rafmagn kæmist aftur á. Hann væri að bíða eftir því að fá símtal þess efnis.

Sömu sögu er að segja af Siglufirði þar sem allur bærinn er án rafmagns og engin vararafstöð, samkvæmt upplýsingum mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert