Djúp lægð hefur valdið töluverðum usla á landinu í dag og nú upp úr hádegi voru nokkrir tugir björgunarsveitarmanna við störf. Mesti skaðinn vegna veðursins hefur orðið á Norður- og Austurlandi en uppúr hádegi í dag voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út þar sem þakplötur höfðu losnað af Hafnarhúsinu við Hafnarstræti.
Búist er við veðrið færist í aukana hér á suðvesturhorninu þegar líður á daginn en veðurstofan spáir norðan hvassviðri eða stormi um mestallt land fram á nótt og Slysavarnarfélagið Landsbjörg ítrekar að lítið ferðaveður sé í dag og í kvöld.