Þingmenn skipta um stöður

Þingmenn Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari.
Þingmenn Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari. mbl.is

Við setningu nýs þings mun Margrét Tryggvadóttir taka við hlutverki formanns þinghóps Hreyfingarinnar af Þór Saari. Birgitta Jónsdóttir verður varaformaður þinghópsins og Þór ritari hans. Þingmenn Hreyfingarinnar skiptast á að gegna þessum hlutverkum, eitt ár í senn, sem tryggir jafnræði og valddreifingu innan þinghópsins, segir í tilkynningu frá þingmönnunum.

 Þór Saari afþakkar formannsálag

Einnig verða formannsskipti í Hreyfingunni sjálfri en þá mun Þór Saari taka við hlutverki formanns í stað Birgittu Jónsdóttur. „Formennska í Hreyfingunni er fyrst og fremst til að uppfylla ákveðin formsatriði en er ekki hefðbundin valdastaða pólitískrar hreyfingar eða flokks. Þór Saari, mun líkt og fyrrverandi formenn Hreyfingarinnar afþakka formannsálag á þingfarakaup sitt en þeir formenn stjórnmálaflokka sem ekki eru ráðherrar þiggja yfirleitt laun frá Alþingi vegna þess starfs auk þingfararkaupsins,“ segir í tilkynningu þingmannanna.

 „Umrætt álag, álag vegna starfa í þágu frjálsra félagasamtaka sem engin ástæða er til að greiða fyrir af almannafé, er hálft þingfararkaup, eða kr. 305.097,- á mánuði eins og þingfararkaupið er núna.  Í upphafi kjörtímabilsins var hálft þingfarakaup kr. 260.000,- á mánuði.  Samtals sparast því á bilinu 12,5 mkr. - 14,6 mkr. á kjörtímabilinu sökum þess að þingmenn Hreyfingarinnar afþakka formannsálagið,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert