Byggð á sambandinu við þjóðina en ekki ríkið

mbl.is/Hjörtur

Þing­menn sitja nú guðsþjón­ustu í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík sem hófst um klukk­an hálft­vö í dag. Að henni lok­inni munu þeir ganga yfir í Alþing­is­húsið sam­kvæmt venju þar sem for­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, mun setja þingið klukk­an rúm­lega tvö og flytja ávarp. Síðan verða meðal ann­ars flutt þjóðlög og for­seti Alþing­is flyt­ur ávarp.

Þing­setn­ing­ar­fundi Alþing­is verður síðan frestað til klukk­an fjög­ur en þá verður fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2013 dreift og þing­mönn­um út­hlutað sæti í þingsaln­um.

Séra Kristján Val­ur Ing­ólfs­son, vígslu­bisk­up, pre­dikaði í Dóm­kirkj­unni og ræddi meðal ann­ars um sam­band rík­is og kirkju. Þar lagði hann meðal ann­ars áherslu á að til­vist þjóðkirkju í land­inu grund­vallaðist ekki á tengsl­um henn­ar við ríkið held­ur þjóðina. Þá ógnaði til­vist þjóðkirkju ekki trúfrelsi í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert