Makríll veiddur niður til að hjálpa síldinni

Makríll.
Makríll.

Mikill uppgangur makríls ógnar norsk-íslenska síldarstofninum og bregðast ætti við því með að veiða niður makrílinn.

Þetta er mat norska fiskifræðingsins Jens Christian Holst hjá norsku hafrannsóknastofnuninni sem hann lýsir í viðtali við norska sjávarútvegsblaðið Fiskarená föstudag.

Holst segir að síldarstofninn dragist saman um allt að tvær milljónir tonna á ári vegna aukinnar samkeppni um fæðu við makrílinn og kolmunna. Hann telur að makrílstofninn sé vanmetinn og hann gæti verið allt að tvisvar sinnum stærri en talið sé. Þá verði síldin undir í samkeppninni um átu við kolmunnann.

Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, hafa miklar sviptingar orðið hjá uppsjávartegundunum síld, kolmunna og makríl. Þær séu í beinni samkeppni um fæðu og þekkt sé að lægð hafi verið í fæðuframboði á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert