Níu ára fékk 99.000 króna reikning

Frá tannlæknastofu.
Frá tannlæknastofu. Þorkell Þorkelsson

Faðir níu ára gam­all­ar stúlku seg­ir það koma sér á óvart hversu mik­ill mun­ur sé á gjald­skrá tann­lækna og gjald­skrá Sjúkra­trygg­inga Íslands. Draga þurfti tönn úr dótt­ur hans vegna fæðing­argalla og fyr­ir aðgerðina og smá­vægi­leg önn­ur tann­lækna­verk greiddi hann sam­tals 99.306 krón­ur. 

Ef gjald­skrá viðkom­andi tann­lækn­is væri í sam­ræmi við þá gjald­skrá tann­lækna sem birt er á vefsíðu Sjúkra­trygg­inga Íslands, þá hefði reikn­ing­ur­inn verið um 30.000 krón­um lægri. Til dæm­is kost­ar úr­drátt­ur tann­ar hjá barni sem er yngra en 18 ára 6.660 krón­ur sam­kvæmt gjald­skrá SÍ, en for­eldr­arn­ir greiddu 17.070 fyr­ir það.

Þá kost­ar gúmmídúk­ur, sem notaður var við aðgerðina 930 krón­ur sam­kvæmt gjald­skrá SÍ, en for­eldr­arn­ir greiddu rúm­ar 2000 krón­ur fyr­ir hann, en við aðgerðina voru notaðir þrír slík­ir dúk­ar sem kostuðu sam­tals 6.210. Þrjár tenn­ur voru skoru­fyllt­ar hjá barn­inu, fyr­ir það greiddu for­eldr­arn­ir sam­tals 20.400, en væri gjald­skrá SÍ í gildi hefðu þau greitt tals­vert minna, eða 10.485 krón­ur.

Nauðsyn­leg aðgerð

Faðir­inn seg­ist ekki hafa haft neitt val um hvort dótt­ir hans færi í þessa aðgerð eða ekki, endajaxl henn­ar hefði verið ónýt­ur vegna fæðing­argalla og því hefði þurft að draga hann úr. „Við viss­um fyr­ir­fram hvað aðgerðin átti að kosta, en það virðist ekki vera á hreinu hversu mikið Trygg­inga­stofn­un end­ur­greiðir,“ seg­ir hann. „Ég hringdi þangað í gær og fékk þau svör að há­marks­end­ur­greiðsla væri um 20.000 krón­ur.“

Auk þess að greiða fyr­ir tann­lækna­verk­in, greiddu for­eldr­arn­ir fyr­ir aðstöðugjald á hand­lækna­stöð, þar sem aðgerðin var fram­kvæmd, efn­is­gjöld, svæf­ingu og einn liður­inn kall­ast „Tækja­flutn­ing­ur á aðgerðarstað“ og nem­ur rúm­um 12.000 krón­um. Alls eru þessi gjöld rúm­ar 44.000 krón­ur. Faðir­inn seg­ist litl­ar skýr­ing­ar hafa fengið á síðast­nefnda gjaldaliðnum.

End­ur­greiðsla hækkuð fram að ára­mót­um

Eng­ir samn­ing­ar eru í gildi á milli Tann­lækna­fé­lags Íslands og Sjúkra­trygg­inga Íslands og svo hef­ur verið um skeið. End­ur­greiðsla vegna tann­lækn­inga barna var hækkuð um 50% í sum­ar og gild­ir sú hækk­un til ára­móta. Ekki ligg­ur fyr­ir hvað tek­ur þá við. 

„End­ur­greiðslan hafði þá staðið í stað í átta ár. Við vit­um ekk­ert hvað ger­ist um ára­mót, en vinnu­hóp­ur er að störf­um sem full­trú­ar tann­lækna, SÍ og ráðuneyt­is­ins sitja í en það eru eng­ar form­leg­ar samn­ingaviðræður,“ seg­ir Sig­urður Bene­dikts­son, formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands. 

Stein­runn­in gjald­skrá

Hvaða til­gangi þjón­ar gjald­skrá SÍ, fyrst hún er ekki í neinu sam­ræmi við verð á tann­læknaþjón­ustu? „Hún er stein­runn­in og hef­ur ekki fylgt verðlagi. Það versta er, að þeir efnam­inni geta ekki notað sér þenn­an litla rétt sem þeir hafa á end­ur­greiðslu þar sem þeir geta ekki klofið mis­mun­inn,“ seg­ir Sig­urður.

Hann seg­ir Tann­lækna­fé­lagið hafa komið upp með ýms­ar hug­mynd­ir í gegn­um tíðina varðandi meiri end­ur­greiðslur á tann­læknaþjón­ustu, flest­ar hafi fallið í frem­ur grýtt­an jarðveg. „Við höf­um verið með þá hug­mynd að munn­holið sé jafn­rétt­hátt og aðrir hlut­ar lík­am­ans, en svo er ekki sam­kvæmt nú­ver­andi kerfi. En þegar upp er staðið snýst þetta um fjár­veit­ing­ar. Samt sem áður hafa fjár­veit­ing­ar til niður­greiðslna á tann­læknaþjón­ustu ekki verið nýtt­ar að fullu í mörg ár, ekki fyrr en í ár þegar end­ur­greiðslu­hlut­fallið var hækkað.“

Fjöl­mörg börn fara ekki til tann­lækn­is

Sig­urður seg­ist heyra á hverj­um degi af fjöl­mörg­um til­vik­um þar sem fólk hef­ur ekki ráð á að fara til tann­lækn­is. „Stund­um byrj­ar fólk í meðferð, en hún dett­ur síðan upp fyr­ir vegna þess að fólk get­ur ekki greitt fyr­ir hana. Sum­ir fara aldrei til tann­lækn­is og um 40% barna fara ekki til tann­lækn­is á hverju ári eins og ráðlagt er.“

Sig­urður seg­ir að tann­lækn­ar hafi reynt að breyta fyr­ir­komu­lag­inu í mörg ár, en það eigi ekk­ert skylt við kjara­bar­áttu. „Við erum með okk­ar gjald­skrá, þannig að þetta snýst ekki um hvað við fáum greitt, held­ur erum við að berj­ast fyr­ir skjól­stæðinga okk­ar; fyrst og fremst börn­in. Það er slæmt að geta ekki sinnt börn­um sem þurfa á því að halda.“ 

Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands.
Sig­urður Bene­dikts­son, formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert