Gömul og úr sér gengin tæki á eru ógnun við meðferð og öryggi sjúklinga og gera starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks erfiðara en ella. Þetta kemur fram í samþykkt stjórnar hjúkrunarráðs spítalans á fundi þess sem fram fór í dag en ráðið er faglegur og ráðgefandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á Landspítalanum og stjórnendur spítalans.
Samþykkt fundarins er svohljóðandi:
„Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala hvetur til þess að nauðsynleg endurnýjun á tækjabúnaði spítalans fari fram. Gömul og úr sér gengin tæki á háskólasjúkrahúsi eru ógnun við meðferð og öryggi sjúklinga og gera starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks erfiðara en ella.“