Sögufrægt hús í miðbænum til sölu

Reykjarvíkurapótek var lengi með rekstur í húsinu.
Reykjarvíkurapótek var lengi með rekstur í húsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Allt húsið við Aust­ur­stræti 16 í Reykja­vík, þar sem Reykja­víkurapó­tek var lengi til húsa, hef­ur verið sett á sölu og er óskað eft­ir til­boðum.

Húsið á sér merka sögu. Það var byggt í nú­ver­andi mynd árið 1917 eft­ir að hús sem fyr­ir var á sama stað brann árið 1915. Lands­bank­inn var með starf­semi í hús­inu árið 1918 til 1924 og árið 1930 flutti elsta apó­tek lands­ins, Reykja­víkurapó­tek, inn í húsið og hef­ur það verið kennt við apó­tekið síðan. Reykja­víkurapó­tek stóð áður við Thor­vald­sens­stræti og þar á und­an í Nes­stofu.

Fast­eigna­sal­an Mikla­borg sér um söl­una á hús­inu. Bruna­bóta­mat þess er um 1,1 millj­arður króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert