Þörf á 2.000 tækni- og háskólamenntuðum starfsmönnum

mbl.is/Ernir

Þrátt fyrir gífurlega fjölgun nemenda í tölvunarfræði er enn mikil þörf á menntuðum tölvunarfræðingum inn á vinnumarkaðinn.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að samkvæmt könnun sem gerð var meðal 400 fyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins kemur í ljós að á næstu árum þarf um 2.000 tækni- og háskólamenntaða starfsmenn á Íslandi. Þar af er langmest þörf fyrir raunvísinda-, tækni- eða verkfræðimenntað fólk.

Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík anna skólarnir ekki eftirspurn sem bæði stjórnvöld og Samtök iðnaðarins kalla eftir þrátt fyrir fjölgun nemenda á undanförnum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert