Þuríður hættir á þingi

Þuríður Backman
Þuríður Backman

Þuríður Backman, þingmaður VG á Norðausturlandi, ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi þingkosningum. Þuríður hefur setið á þingi frá árinu 1999.

Að sögn Þuríðar er engin sérstök ástæða fyrir þessari ákvörðun hennar önnur en sú að hún hafi setið lengi á þingi.

Áður en Þuríður var kjörin á þing árið 1999 hafði hún verið varaþingmaður Austurlands um nokkurra ára skeið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka