Ástar- og haturssamband við RÚV

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Það er ágæt regla, en ekki algild, að vera á varðbergi þegar allir þingmenn eins kjördæmis úr öllum flokkum taka höndum saman og berjast fyrir sérhagsmunum. Slík barátta er yfirleitt á kostnað annarra. Tíu þingmenn Suðurkjördæmis töldu sig knúna til að mótmæla því að Ríkisútvarpið sagði upp fréttaritara á Suðurlandi," segir Óli Björn Kárason varaþingmaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir þingmennina óttast að með því að leggja niður starf fréttaritara muni fréttaflutningur Ríkisútvarpsins „minnka verulega“. Þeir telja einnig að ákvörðun stjórnenda ríkisstofnunarinnar sé órökstudd.

Í grein sinni segir Óli Björn m.a.: „Ástar- og haturssambönd eiga sér því margar hliðar. Það er kominn tími til þess að sjálfstæðismenn slíti þessu undarlega sambandi við Ríkisútvarpið. Í stað þess að mótmæla breytingum, uppsögnum einstakra fréttamanna eða vinnubrögðum fréttastofunnar eiga þingmenn Sjálfstæðisflokksins að hefja umræðu um hlutverk ríkisins á fjölmiðlamarkaði.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert