Opið málþing um breytingar á stjórnarskránni

Málþingið fer fram í Iðnó við Tjörnina.
Málþingið fer fram í Iðnó við Tjörnina. mbl.is/Jim Smart

Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána 20. október nk. verður spurt um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, persónukjör, jafnt vægi atkvæða, málskotsréttinn og þjóðkirkjuna.

 Á opnu málþingi málefnanefndar Samfylkingarinnar um lýðræði og mannréttindi sem hefst kl. 13.00 laugardaginn 15. september nk. í Iðnó, við Tjörnina í Reykjavík, munu fimm stjórnlagaráðsfulltrúar: Þorvaldur Gylfason prófessor, HÍ, Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor, HÍ, Katrín Fjeldsted læknir, Eiríkur Bergmann Einarsson dósent, Háskólanum á Bifröst, og Ari Teitsson bóndi fjalla um þessi efnisatriði og taka síðan þátt í umræðum.

 Dagskráin hefst með ávarpi Valgerðar Bjarnadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem mun fjalla um vinnuna við frumvarpið innan Alþingis og mikilvægi þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Fundarstjóri verður Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi.

 Málþingið er öllum opið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert