Jón Bjarnason, þingmaður VG, hefur óskað eftir því að boðað verði til sérstakrar umræðu svo fljótt sem verða má um afleiðingar óveðursins á Norður- og Norðausturlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón hefur sent fjölmiðlum.
„Hér með er óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi svo fljótt sem verða má um hinar alvarlegu afleiðingar óveðursins á Norður- og Norðausturlandi 10. og 11. september sl. og viðbrögð stjórnvalda gagnvart björgunaraðgerðum, tjónabótum og hvernig megi treysta öryggi, viðbúnað og almannavarnir íbúa og atvinnulífs við náttúruhamfarir sem þessar.
Óskað er eftir að innanríkisráðherra sem ráðherra almannavarna verði til að svara fyrir málið af hálfu ríkisstjórnar,“ segir í beiðni Jóns.