Borga 370 milljarða í vexti

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ásbjörn Ótt­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, benti á það í fjár­la­gaum­ræðu á Alþingi í dag, að rík­is­sjóður þyrfti að greiða 370 millj­arða í vexti á næstu fjór­um árum.

Ásbjörn benti á að í sögu­legu sam­hengi væru vext­ir lág­ir núna um stund­ir og ekki víst að það ástand myndi vara um alla framtíð. Gjald­eyr­is­höft­in gerðu það að verk­um að ávöxt­un­ar­krafa af rík­is­skulda­bréf­um væri óeðli­lega lág.

Ásbjörn sagði ekki vilja gera lítið úr því að hér hefði orðið efna­hags­hrun. Hann sagði þó at­hygl­is­vert að sam­drátt­ur­inn hefði ekki orðið eins mik­ill og kæmi fram í efna­hags­áætl­un Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Sam­kvæmt henni var reiknað með að sam­drátt­ur­inn á ár­inu 2009 yrði 8,4% en sam­drátt­ur­inn varð 6,4%. Sama gerðist á ár­inu 2010, en þá var í áætl­un AGS gert ráð fyr­ir 4% sam­drætti, en hann varð 1,9%.

„Það sem er at­hygl­is­vert við þetta er að áætl­un­in gerði ráð fyr­ir fyr­ir að hag­vöxt­ur­inn á ár­inu 2012 yrði 4,9% en niðurstaðan er 2,7-2,8%. Við sjá­um al­veg hvað er að ger­ast. Efna­hags­áfallið var sem bet­ur fer minna og það er til komið vegna sterkr­ar stöðu út­flutn­ings­grein­anna og vegna þess að innviðir sam­fé­lags­ins voru sterk­ari en reiknað var með. Bat­inn er hins veg­ar miklu hægri og það er hið al­var­lega mál. Þar hef­ur rík­is­stjórn­in ekki staðið sig,“ sagði Ásbjörn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert